Ferill 53. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 53 . mál.


Ed.

53. Frumvarp til laga



um veitingu ríkisborgararéttar.

(Lagt fyrir Alþingi á 112. löggjafarþingi 1989.)



1. gr.

    Ríkisborgararétt skulu öðlast:
1.
    Allison, Alan, leiðbeinandi í Vestmannaeyjum, f. 16. apríl 1951 í Englandi.
2.
    Annisius, Jane Matheson, hjúkrunarfræðingur á Húsavík, f. 5. maí 1953 í Skotlandi.
3.
    Beraquit, Annie Belmonte, ljósmyndari í Reykjavík, f. 2. júlí 1961 á Filippseyjum.
4.
    Bogatynska, Stanislawa, hagfræðingur í Reykjavík, f. 7. janúar 1919 í Póllandi.
5.
    Darling, Robert Albert, tónlistarkennari í Hveragerði, f. 5. febrúar 1955 í Englandi.
6.
    De Jesus, Zenaida Intal, einkaritari í Reykjavík, f. 30. nóvember 1956 á Filippseyjum.
7.
    Halvorson, Leif David, nemandi í Mosfellsbæ, f. 27. ágúst 1969 í Sambandslýðveldinu Þýskalandi.
8.
    Hansen, Lars, dýralæknir í Rangárvallasýslu, f. 23. apríl 1958 á Íslandi.
9.
    Holbrook, William Peter, tannlæknir í Reykjavík, f. 17. febrúar 1949 í Englandi.
10.
    Holm, Unnur Agnes, verkakona á Suðureyri, f. 26. maí 1966 í Reykjavík.
11.
    Hurlen, Hildur Tordis, húsmóðir í N-Þingeyjarsýslu, f. 18. apríl 1943 í Noregi.
12.
    Nielsen, Snjólaug Elísabet, afgreiðslumaður í Reykjavík, f. 23. júní 1966 í Kópavogi.
13.
    Thomson, Richard Erik, sjómaður á Þingeyri, f. 21. júlí 1968 í Bandaríkjunum.

2. gr.


    Nú fær maður, sem heitir erlendu nafni, íslenskt ríkisfang með lögum, og skulu þá börn hans, fædd síðan, heita íslenskum nöfnum samkvæmt lögum um mannanöfn, en hann skal, þá er hann hlýtur íslenskt ríkisfang, taka sér íslenskt eiginnafn — ásamt því sem hann ber fyrir — er börn hans taka sem kenningarnafn. Honum skal þó heimilt, ef hann kýs heldur, að breyta svo eiginnafni sínu að það fullnægi kröfum laga um mannanöfn.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Umsækjendur þeir, sem teknir hafa verið á lagafrumvarp þetta, fullnægja skilyrðum sem sett hafa verið af allsherjarnefndum beggja þingdeilda.
    Á tveim síðustu þingum hefur verið afgreitt fyrir miðsvetrarhlé frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar og síðan í lok þingsins um vorið hefur einnig verið afgreitt frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar. Þessi háttur á afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt hefur reynst til mikilla þæginda, bæði styttir það biðtíma umsækjenda og dreifir afgreiðsluálagi hjá ráðuneytinu.
    Er því eindregið mælt með því að sami háttur verði hafður á við meðferð umsókna um ríkisborgararétt á þessu þingi.